07.07.2011 15:31

Púki 2011


Helgina 22-24 júlí n.k höldum við okkar árlega vinnuhjúa og vinamót í Grandavör.

Dagskráin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár.
Ef veður leyfir verður farið í fjöruna á hertrukknum og við getum reynt að veiða háfa með sjóstöng.
Kveikt verður í grillinu að venju kl 19;00 á Laugardeginum .
Kvöldvakan verður síðan haldin í nýuppgerðu fjósinu í Hallgeirsey. Þar verður Jón bóndi með saxafóninn og býður gömlum vinnumönnum að taka með sér lagið.
Í tilefni af  því að það eru 1000 ár síðan" Njálsbrenna "var þá kveikjum við  varðeld ef veðurguðirnir verða okkur hliðhollir.
 Allir velkomnir og  slagorð hátíðarinnar er " Maður er manns gaman ".

Flettingar í dag: 535
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 4237
Gestir í gær: 40
Samtals flettingar: 381294
Samtals gestir: 46346
Tölur uppfærðar: 27.7.2024 08:18:57